Mætingakerfi

Mætingakerfi

Nemendur í Vatnsendaskóla byrja með skólasóknareinkunnina 10 við upphaf haust- og vorannar. Ef nemandi kemur seint eða mætir ekki í kennslustund án þess að hafa fengið leyfi fær viðkomandi punkt eða punkta sem hafa áhrif á skólasóknareinkunn.

Seint        1 punktur
Fjarvist   2 punktar

Komi nemandi 15 mínútum of seint fær hann skráða fjarvist.

Þegar nemandi hefur fengið:

15 punkta
ræðir umsjónarkennari við og aðvarar nemanda einslega. Kennari skráir í mentor (dagbók) að fundurinn hafi átt sér stað og lætur foreldra/forráðamenn vita (t.d. með tölvupósti) að alvarleiki málsins hafi verið ræddur við nemandann.

30 punkta
boðar umsjónarkennari nemanda og foreldra/forráðamenn til fundar, þar sem farið er yfir mætingarnar. Kennari skráir í mentor (dagbók) að fundurinn hafi átt sér stað.

40 punkta
vísar umsjónarkennari málinu til deildarstjóra sem kallar nemanda og foreldra/forráðamenn til fundar. Umsjónarkennari upplýsir nemendaverndarráð um málið. Kennari skráir í mentor (dagbók) að fundurinn hafi átt sér stað.

4.    50 punkta
koma skólastjórnendur inn í málið og kalla nemendur og foreldra/forráðamenn til fundar. Ef ekki verður breyting á eftir þetta er málinu vísað til fræðsluyfirvalda. Kennari skráir í mentor (dagbók) að fundurinn hafi átt sér stað.

Skólasóknareinkunn

 Punktar   Einkunn  Punktar  Einkunn
 0-4  10   25-29  5
 5-7 9,5  30-32  4,5
 8-9  9  33-34  4
 10-12  8,5   35-37  3,5
 13-14   8  38-39  3
 15-17   7,5  40-42  2,5
 18-19   7  43-44   2
 20-22    6,5   45-47  1,5
 23-24   6   48-49  1
 25-27   5,5 50+ Tilkynnt til
barnaverndarnefndar