Notkun GSM síma

Notkun GSM síma

Nemendum unglingastigs er heimilt að vera með og nota GSM-síma í skólanum fari þeir eftir eftirfarandi reglum. Þeim sem ekki treysta sér til að fara eftir reglunum er óheimilt að vera með síma í skólanum.

  • Símarnir eru á ábyrgð nemenda í skólanum. Tjón vegna þjófnaðar eða skemmda verður ekki bætt af hálfu skólans.
  • Í kennslustundum er öll notkun GSM-síma bönnuð nema með leyfi kennara.
  • Ekki er heimilt að nýta símana til að taka upp eða dreifa efni úr skólastarfinu.
  • Verði nemandi uppvís að óheimilli notkun síma í kennslustund skal hann samstundis ganga frá síma í skólatösku. Kennari skráir atvik í mentor.
  • Við alvarleg eða ítrekuð brot er nemanda vísað til skólastjórnenda og foreldrum tilkynnt um atvik.