Örugg netnotkun

Örugg netnotkun barna

Heimili og skóli og SAFT vekja athygli á ábyrgð foreldra hvað jákvæða, ábyrga og uppbyggilega notkun barna þeirra á nýmiðlum varðar. Í því samhengi sendum við foreldrum eftirfarandi heilræði sem er ætlað að styðja þá í því að kynnast netinu með börnum sínum og leiðbeina þeim um örugga netnotkun. Við viljum líka nota tækifærið og benda á heimasíðu SAFT http://www.saft.is/ (Opnast í nýjum vafraglugga) en þar má finna ýmsan fróðleik og gagnlegar leiðbeininga sem við kemur jákvæðri og öruggri netnotkun.

10 SAFT netheilræði

1. Uppgötvið netið saman

Kynntu barninu þínu netið. Það getur verið til góðs fyrir ykkur að kynnast netinu sameiginlega. Á vafri
ykkar um netið skuluð þið reyna að finna vefsíður sem eru bæði spennandi og skemmtileg og við hæfi
barna. Jákvæð fyrsta reynsla leiðir frekar til jákvæðs og meðvitaðs viðhorfs til frekari könnunarferða
á netinu. Aukinheldur skapast grundvöllur til að deila því sem vel gengur eða fer miður í frekara vafri.

2. Gerðu samkomulag við barnið um netnotkun á heimilinu

Reyndu að komast að samkomulagi við barnið um almennar reglur sem gilda fyrir netnotkun á
heimilinu. Það hefur reynst foreldrum ágætlega að eiga samstarf um tölvunotkun barna sinna við
foreldra innan vinahópsins eða bekkjarins, rétt eins þeir sammælast um útivistatíma. Hér að neðan eru
nokkrar hugmyndir að grunnreglum:
• Hvernig fara á með persónulegar upplýsingar (nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang)
• Hvernig koma á fram við aðra á netinu (spjall, tölvupóstur, skilaboð)
• Hverskonar vefsíður og athafnir eru í lagi eða ekki í lagi í ykkar fjölskyldu

3. Hvettu barnið til að vera gætið þegar það veitir persónulegar upplýsingar

Mikilvægt er að þú gerir þér grein fyrir því að mörg vefsíður krefjast persónulegra upplýsinga áður en
hægt er að skoða efni þeirra. Þannig er afar áríðandi að barnið viti hvenær er í lagi að veita persónulegar
upplýsingar og þá hvaða. Einföld regla er að barnið gefi aldrei upp persónulegar upplýsingar án leyfis
foreldris.

4. Ræddu um þá áhættu sem fylgir því að hitta netvin

Það er mikilvægt að þú gerir þér ljóst að netið getur verið jákvæður “samkomustaður” fyrir börn til að
kynnast öðrum börnum. Hins vegar er ekki ráðlegt að þau hitti einhvern sem þau kynnast á netinu
nema í fylgd með foreldri eða öðrum sem þau treysta. Barnið ætti að minnsta kosti alltaf að fá samþykki
foreldris áður en það heldur til slíks fundar.

5. Kenndu barninu þínu að skoða efni á netinu með gagnrýnum hætti

Flest börn nota netið til að bæta og auka þekkingu sína í tengslum við nám og tómstundir. Netnotendur
ættu hins vegar að gera sér ljóst að ekki eru allar upplýsingar á netinu réttar. Sýndu barninu þínu hvernig
sannreyna má upplýsingar með því að bera saman mismunandi vefsíður með sama efni á netinu.

6. Haltu vöku þinni – það er vel hugsanlegt að barnið rekist á efni á netinu einungis ætlað fullorðnum

Börn geta rekist á efni ætlað fullorðnum fyrir tilviljun á netinu. Ef barnið leitar vísvitandi að slíkum vefsíðum
skaltu muna að börn eru alltaf forvitin um það sem er bannað. Reyndu að nota slík tilvik frekar sem tækifæri
til að ræða um slíkt og setja reglur um leit á netinu. Best er að vera raunsær í mati á því hvernig barnið notar
netið.

7. Kenndu barninu þínu að skoða efni á netinu með gagnrýnum hætti

Það er afar mikilvægt að við tökum öll ábyrgð á því efni sem birtist á netinu og tilkynnum yfirvöldum um efni sem
við teljum vera ólöglegt eða skaðlegt. Með þessu vinnum við að því að draga úr ólöglegri starfsemi á netinu
eins og t.d. barnaklámi eða tilraunum til að lokka börn á spjallrásum, í tölvupósti eða með smáskilaboðum
(SMS) til funda við ókunna, eða til ólöglegra athafna.

8. Hvetjið til góðra netsiða

Netsiðir eru óformlegir mannasiðir á netinu. Rétt eins og í hinu daglega lífi eru óformlegar siðareglur um
hvernig beri að haga sér á netinu. Þar á meðal eru almenn kurteisi og notkun góðs og rétts máls. Einnig skal
varast að hrópa (með HÁSTÖFUM) á aðra eða áreita. Hvorki fullorðnir né börn eiga heldur að lesa tölvupóst
annarra eða nota efni sem ekki má afrita.

9. Kynntu þér netnotkun barnsins þíns

Til að þú getir leiðbeint barni þínu um netnotkun er mikilvægt að þú vitir hvernig barnið notar netið og hverju
það hefur gaman að. Láttu barnið sýna þér hvaða vefsíður það skoðar gjarnan og hvað það gerir þar. Öflun
tæknilegrar þekkingar gerir þér einnig auðveldara að taka réttar ákvarðanir um netnotkun barnsins þíns.

10. Mundu að jákvæðir þættir netsins eru mun fleiri en hinir neikvæðu

Netið er fyrirtaks uppspretta þekkingar og afþreyingar fyrir börn. Hvettu barnið til samviskusemi og til að nýta
sér Netið til fullnustu, sjálfu sér til hagsbóta.

Nánari upplýsingar má finna á http://www.saft.is (Opnast í nýjum vafraglugga)