Umhverfissáttmáli Vatnsendaskóla

Í Vatnsendaskóla er lögð áhersla á umhverfismál. Sérstök áhersla er á endurvinnslu, orkusparnað,náttúruvernd og lýðheilsu.

Í Vatnsendaskóla leggjum við áherslu á að bera virðingu fyrir:                

 • Umhverfi okkar
 • Auðlindum okkar
 • Náttúrunni í kringum okkur

Það gerum við með því að:

 • Flokka pappír
 • Draga úr pappírsnotkun
 • Draga úr notkun á einnota umbúðum
 • Setja rusl í flokkunargáma eða sorptunnur
 • Endurvinna eins og kostur er
 • Endurnýta það sem hægt er
 • Draga úr notkun rafmagns með því að slökkva ljós og á rafmagnstækjum
 • Láta vatn ekki renna að óþörfu
 • Gæta að hitastillingum á ofnum
 • Ganga í skólann
 • Nota almenningssamgöngutæki í skólann
 • Hvetja til að drepið sé á vélum kyrrstæðra bíla
 • Nýta nánasta umhverfi skólans til vettvangsferða
 • Virða gróðurinn í umhverfi okkar