Aðalþing, Sólhvörf og Vatnsendaskóli fara saman í vináttugöngu um hverfið. Sólhvörf koma og hitta Vatnsendaskólabörn á skólalóð Vatnsendaskóla. Þar taka verðandi skólavinir leikskólabarnanna á móti þeim og leiða börnin í göngunni (4. bekkur). Vináttubekkir í Vatnsendaskóla ganga með sínum skólavinum, leikskólabörn og 4. bekkur, 1. – 5. bekkur, 2. – 6. bekkur, 3. – 7. bekkur. Unglingadeild, þar ganga bekkjarfélagar saman.
Gengið að útsýnisskífunni við Fellahvarf og þar koma börn frá Aðalþingi inn í gönguna og hitta sína verðandi skólavini í Vatnsendaskóla. Genginn er hringur í hverfinu, undirgöngin og í áttina að Sólhvörfum. Endað á skólalóð Sólhvarfa þar sem leikskólinn er faðmaður. Við kveðjum síðan göngufélaga og Vatnsendaskóli og Aðalþing halda heim í sína skóla.