Vatnsendaskóli tekur þátt í Bebras áskoruninni í annað sinn

Bebras áskoruninn 2017 fer fram vikuna 6. – 10. nóvember. Allir nemendur í 5. – 10. b Vatnsendaskóla munu taka þátt. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem hvetur börn til að nota hugsunarhátt forritunar (Comp. thinking) við að leysa verkefni. Þessi áskorun kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa skemmtileg verkefni. Fyrsta Bebras áskorunin var í Litháen árið 2004 en áskorunin hefur stækkað gríðarlega á stuttum tíma og var með yfir 500.000 þátttakendur árið 2012. Bebras er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni. Hægt að sjá hvernig verkefnin voru byggð upp í fyrra á bebras.is (Opnast í nýjum vafraglugga) og velja keppnir.

Posted in Fréttir.