Dagur íslenskrar tungu

Samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996 hefur dagur íslenskrar tungu verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, síðan þá. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í Vatnsendaskóla. Nemendur á hverju stigi fyrir sig hittust á sal skólans. Þar sögðu þær Sól og Sigríður Lára, nemendur í 8.b, krökkunum frá ævi Jónasar Hallgrímssonar ásamt því að flytja tvö ljóð eftir hann. Einnig lásu þær upp úr bókinni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Undanfarna viku hefur verið lestrarátak í skólanum og úrslit voru kynnt í morgun. Eftirfarandi bekkir hlutu Ugluna að launum 3. Blágresi og 6. Engjarós, nemendur í 9. Hrútaberjalyng báru sigur úr bítum á unglingastigi.

Posted in Fréttir.