Vikuna 3.-7. desember verður haldin alþjóðleg, Hour of Code vika (einnar klukkustundar kóðunar vika). Markmiðið með átakinu er að nemendur kynnist forritun og sjái að allir geti lært grunnatriði forritunar.Vatnsendaskóli er skráður til leiks og munu allir nemendur skólans taka þátt. Nemendur koma til með að hjálpast að og mun yngsta stigs fá aðsotð þeirra eldri. Kennsluefnið sem notað verður þessa viku er á vefslóðinni https://code.org/ Búið er að íslenska efnið og eykur það og einfaldar aðgengi nemenda. Þessa vikuna munu nemendur um allan heim forrita og nú þegar eru 656,424,571 þáttakendur skráðir til leiks í 180 löndum.
Við hvetjum foreldra til að skoða kennsluefnið með börnum sínum. Efnið er skemmtilegt, áhugavert og hvetjandi.