Meistaramót Kópavogs í skák

Síðustu tvær vikur hafa nemendur frá okkur tekið þátt í liðakeppni í Meistaramóti Kópavogs í skák og áttum við þátttakendur í öllum flokkum. Nemendur úr 5.-7.bekk hófu keppnina og stóðu sig mjög vel. Einn nemandi þar vann allar sínar skákir og fékk viðurkenningu fyrir það. 8.-10 bekkur varð í öðru sæti á eftir Norðurlandameisturunum í Hörðuvallaskóla. 1.bekkur tók þátt í peðaskák og vann gullið. 3.-4.bekkur var svo síðasti flokkurinn sem keppti og þar unnum við með miklum yfirburðum og urðum Kópavogsmeistarar 4.árið í röð auk þess sem Vatnsendaskóli vann gull í tveimur öðrum flokkum. Eins og í öllu þá uppskera menn eins og sáð er og það á við um skákina. Margir hafa gaman af þessu og fer mikið fram. Aukaæfingar í Kórnum á mánudögum gera svo sitt gagn.

Posted in Fréttir.