Ferð að Mógilsá

Miðvikudaginn 28. nóvember fór 2. bekkur Sóleyjar í ferð að Mógilsá. Þar var vel tekið á móti okkur með opnum eld og fræðslu um umhverfið. Við byrjuðum á því að borða nesti við opinn eld (kakó og smákökur), spjölluðum saman og lékum okkur. Síðan fór Bjarki með okkur í gönguferð uppá Esju og fræddi okkur um trjágróðurinn og umhverfið í kring. Börnin voru spennt og alveg viss um að þau hefðu séð hellinn sem jólasveinarnir búa í. Þá var komið að hádegismat þar sem við grilluðum pylsur og drukkum safa í fallegu veðri. Í lokin fóru börnin með Bjarka og kennurunum að velja jólatré sem stendur nú í anddyri skólans og bíður eftir að verða skreytt.

Posted in Fréttir.