Skákteymið okkar í Vatnsendaskóla fór fyrir stuttu í Rimaskóla þar sem það freistaði þess að verja Íslandsmeistaratitilinn í flokki 1.-3.bekkjar. Þeim tókst það og allur hópurinn rúmlega 20 krakkar fögnuðu ógurlega þegar sigurinn var í höfn. Krakkarnir voru líka alsælir þegar það kom í ljós að þeir fengu verðlaun fyrir að vera með besta E , D og C liðin auk A-liðsins sem vann Íslandsmótið.
En þótt okkur í Vatnsendaskóla þyki gaman að vinna til verðlauna var samt miklu skemmtilegra að sjá alla þessa krakka lifa sig inn í skáklistina og halda það út í rúmar 4 klukkustundir. Auk þess eiga foreldrar þessara krakka aðdáun okkar skilið fyrir ómetanlega hjálp sem liðstjórar liðanna.
Skáksnillingar Vatnsendaskóla
Posted in Fréttir.