Upplestrarkeppni Vatnsendaskóla

Hér í Vatnsendaskóla er venjan að 7.bekkur taki þátt í Stóru upplestararkeppninni en markmiðið með henni er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Undirbúningur fyrir keppnina hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16.nóvember. Í dag tóku fimm nemendur þátt í upplestrarkeppni skólans og úr þeim hópi voru valdir tveir fulltrúar sem keppa fyrir hönd skólans í Stóru upplestararkeppninni í Salnum Kópavogi þann 15.mars nk.

Keppendur í lokahátíð voru Gunnlaugur, Katla Maren, Rakel Eir, Marteinn og Bjargey. Þær Katla Maren og Rakel Eir voru valdar til að taka þátt fyrir hönd skólans og mun Gunnlaugur vera varamaður.

Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn!

Posted in Fréttir.