Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir viðburðinum „Stelpur og tækni“ fyrir stelpur í 9.b. Það tóku um 750 stelpur þátt í deginum. Dagurinn var tvískiptur þar sem stelpurnar fóru í tvær vinnusmiðjur fyrir hádegi í HR og svo í fyritækjaheimsókn eftir hádegi. Í hádeginu var Salka Sól með hvatningaræðu til stelpnanna. Vatnsendaskóli tók þátt í þessum frábæra degi. Við byrjuðum daginn í vinnusmiðju þar sem stelpurnar fengu að kynnast því hvernig hægt er að forrita tónlist í forritinu Sonic Pi. Í seinni smiðjunni tóku selpurnar í sundur tölvur eftir fyrirmælum og settu þær síðan saman aftur. Eftir hádegi heimsóttum við Landsnet þar sem stelpurnar fengu kynningu á starfsemi og húsnæði fyrirtækisins ásamt því að hitta nokkrar konur sem gegna ýmsum fjölbreyttum störfum í fyrirtækinu. Það var virkilega vel að þessum degi staðið og stelpurnar okkar voru áhugasamar og skólanum til sóma.