Heimili og skóli – Landssamtök foreldra bjóða upp á glæný og spennandi erindi fyrir foreldra og aðra áhugasama á netinu. Þau verða í boði frá og með 27. nóvember til að horfa þegar hverjum og einum hentar.
Erindin eru:
- Um ábyrga nethegðun og persónuvernd barna – 17 mínútur
- Stuðlað að aukinni vellíðan og seiglu ungmenna – 15 mínútur
- Stafræn borgaravitund foreldra – 13 mínútur
Við hvetjum foreldra til að kynna sér erindin en þau má nálgast með því að smella hér.