Öryggismyndavélar við Vatnsendaskóla

Verið er að setja upp eftirlitsmyndavélar við skólann. Tilgangur vöktunar með eftirlitsmyndavélum er að:

  1. Varna að eigur skólans séu skemmdar.
  2. Varna að farið sé um skólann í leyfisleysi.
  3. Stuðla að öryggi í skólanum og skólalóð.

Eftirlitsmyndavélar eru staðsettar í anddyrum skólanna og utandyra. Staðir þar sem vöktun fer fram eru merktir með skýrum hætti.

 Kópavogsbær hefur samþykkt reglur um notkun eftirlitsmyndavéla og eru þær aðgengilegar hér að ofan á heimsíðunni.

Posted in Fréttir.