Dagarnir 18. og 19. mars eru þemadagar í Vatnsendaskóla. Þemadagarnir í ár eru tengdir hreyfingu, bæði líkamlegri og hugar leikfimi. Í boði er fjölbreytt dagskrá, í dag fimmtudag fór yngsta stigið í hringekju þar sem nemendur skiptu um stöðvar á 25.mín fresti. Þeir fóru í zumba, yoga, stoppdans, hreyfileiki, útileiki svo eitthvað sé nefnt. Mið stigið fór út úr húsi í keilu og skauta. Unglinga stigið var á Vassóleikum þar sem keppni var á milli stiga og fóru nenedur í körfubolta, grifjubolta, badminton, bandí, skák, sipp, skallatennis, langstökk án atrennu, golf og fleira.
Á morgun föstudag fer yngsta stig í ratleiki úti og þrautabrautir í íþróttahúsi.
Mið stig keppir á Vassóleikum sömu leikum og 8. – 10. bekkur á fimmtudegi.
Unglinga stig fer í æfingabúðir í Sporthúsið en þar spreyta nemendur sig í 5 þrautum.