Vatnsendaskóli vann sigur á Íslandsmóti barnaskólasveita (4. – 7. b) sem fram fór um helgina. Þetta er þriðja árið í röð sem Vatnsendaskóli vinnur mótið. Baráttan var hörð á milli skólans og Lindaskóla en þessar tvær sveitir höfðu mikla yfirburði. Svo fór að Vatnsendaskóla vann Lindaskóla 3-1 í þriðju umferð í viðureign sem reyndist úrslitaviðureign því í lokin munaði aðeins 1½ vinningi á milli sveitanna.
Sveit Íslandsmeistarara Vatnsendaskóla skipuðu
- Mikael Bjarki Heiðarsson
- Jóhann Helgi Hreinsson
- Arnar Logi Kjartansson
- Guðmundur Orri Sveinbjörnsson
Liðsstjóri var Einar Ólafsson
Liðið fær keppnisrétt á NM í skólaskák sem fram fer í Danmörku í haust. Mótið hefur fallið niður tvisvar en ætti nú nú loks að geta farið fram. Við óskum strákunum okkar innilega til hamingju með árangurinn!