Íslandsmeistarar grunnskólasveita í skák

Vatnsendaskóli vann tvöfalt um síðustu helgi. Sveitin vann einnig sigur á Íslandsmóti grunnskólasveita eftir æsispennandi mót þar sem þrjár sveitir börðust um sigur á mótinu. Svo fór að Vatnsendaskóli hlaut 23½ vinning en Lindaskóli og Landakotsskóli fengu 23 vinninga.

Sveit Íslandsmeistarara Vatnsendaskóla skipuðu:

  1. Mikael Bjarki Heiðarsson
  2. Tómas Möller
  3. Jóhann Helgi Hreinsson
  4. Arnar Logi Kjartansson
  5. Guðmundur Orri Sveinbjörnsson

B-sveit Vatnsendaskóla fékk verðlaun fyrir bestan árangur b-sveita.

B-sveitina skipuðu:

  1. Þórhildur Helgadóttir
  2. Aðalsteinn Egill Ásgeirsson
  3. Þórarinn Víkingur Einarsson
  4. Hrannar Már Másson

 

 

Posted in Fréttir.