Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin fór fram 3. mars sl. en markmið hennar er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Það voru 7 nemendur í 7. árgangi skólans sem tóku þátt og úr þeim hópi voru valdir tveir nemendur sem verða fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin verður í Salnum. Þar munu tveir fulltrúar frá hverjum grunnskóla Kópavogs mæta. Fulltrúar Vatnsendaskóla að þessu sinni verða Fjóla Kristín og Mikael Bjarki. Kara Lind verður varamaður.

Við erum stolt af öllum keppendunum sem stóðu sig með mikilli prýði, þeir voru duglegir að æfa sig og lögðu sig fram við að ná góðum árangri í upplestri

Posted in Fréttir.