Nemendum í 1. – 4. árgangi bauðst að taka þátt í í verkefni á vegum Kópavogsbæjar sem kallast ,,Komdu út að leika og skapa“. Tilgangur þessa verkefnis er að efla útikennslu í Kópavogi og mun Vatnsendaskóli; ásamt Kársnesskóla, Sólhvörfum og Urðarhóli verða leiðandi í því verkefni. Útinám er ríkur þáttur í starfi skóla í nágrannalöndum okkar og þar er löng hefð fyrir því að nemendur verji að minnsta kosti einum degi vikulega úti í náttúrunni og umhverfi skólanna. Námið byggir að sjálfsögðu á námsmarkmiðum og hæfniviðmiðum Aðalnámskrár og verður metið í samræmi við það.
Útiskólinn okkar er staðsettur í Guðmundarlundi og munu nemendur verja einum degi í viku þar fyrstu fjórar vikurnar. Útiskólinn er að fara mjög vel af stað og eru nemendur mjög áhugasamir og glaðir við vinnu á hinum ýmsu verkefnum.