Ólympíuhlaup ÍSÍ

Föstudaginn 15. september tókum við þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Þar sem við erum Réttindaskóli Unicef ákváðum við að hafa þetta sem árlegt góðgerðarhlaup Vatnsendaskóla. Nemendur kusu hvaða góðgerðarfélag þeir vildu styrkja í ár og varð Ljónshjarta fyrir valinu.

Dagurinn heppnaðist vel og var gaman að sjá alla flottu hlaupagarpana leggja allt sitt af mörkum.

Posted in Fréttir.