Popplestur

Í byrjun maí var tveggja vikna lestrarátak, hjá 1. – 7.árgangi,  sem við kölluðum Popplestur. Nemendur lásu heima og í skóla og söfnuðu þannig maísbaunum í glerkrukku í skólanum, árgangurinn vann saman að því að safna eins mörgum baunum og hann gat. Fyrir hverjar 15 mínútur lesnar gat nemandi sett 1 tsk. af baunum í krukkuna og fyrir hverjar 30 mínútur gat nemandi sett 1 msk. af baunum í krukkuna. Í lok átaksins, föstudaginn 17.maí var haldin popphátíð!

Posted in Fréttir.