Stelpur, stálp og tækni

Stelpur, stálp og tækni dagurinn var haldinn í ellefta sinn á Íslandi 23. maí. Dagurinn er haldinn víða um heim. Markmiðið með þessum degi er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum og stálp í 9. bekk grunnskóla og opna þannig augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar hafa að bjóða, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.

Dagurinn var tvískiptur, við byrjuðum á vinnustofu í HR þar sem Skema var með kynningu á forritun. Í hádeginu var boðið upp á pizzu og gos. Eftir matinn fór hópurinn í tækni fyrirtækið Sidekick Health. Þar var tekið vel á móti okkur og fengum við kynningu á fyrirtækinu og menntun kvennanna sem tók á móti hópnum. Dagurinn var vel heppnaður og nemendur okkar voru til fyrirmyndar.

Posted in Fréttir.