Þriðjudaginn 6. júní kl. 13:00 verður skólaárinu slitið með formlegum hætti í Vatnsendaskóla.
Nemendur í 1. – 9. árgangi eiga að mæta í skólann kl: 13 í heimastofu. Hópurinn gengur með umsjónarkennurum í íþróttahúsið þar sem hátíðardagskrá fer fram.
Að lokinni dagskrá ganga nemendur með umsjónarkennurum í heimastofu og kveðja.
Foreldrar og forráðamenn eru hjartanlega velkomnir, foreldrar ganga inn um innganginn hjá íþróttahúsinu, ganga upp á svalir eða standa aftast í salnum.
Vorhátíð foreldrafélagsins hefst kl: 14:00