Útskrift 10. árgangs

Í gær útskrifaðist elsti árgangur skólans við hátíðlega athöfn. Skólastjóri, umsjónarkennarar og fulltrúar nemenda fluttu ræður þar sem margt skemmtilegt var rifjað upp. Tvær stúlkur sungu fyrir gesti og allur árgangurinn söng skólasönginn. Við lok útskriftar var boðið upp á veitingar í boði foreldra og forráðamanna.

Posted in Fréttir.