Vassóleikarnir

Ein af skemmtilegu hefðum skólans er að halda vassóleikana fyrir nemendur í 1. – 4. árgangi, á útivistardögunum. Leikarnir byrja á vassóhlaupinu þar sem nemendur hlaupa einn til þrjá hringi (hver hringur er u.þ.b. 1,3 km). Eftir hlaupið er nemendum skipt í hópa og þeir leysa hinar ýmsu þrautir á skólalóðinni. Það er alltaf mikil stemning á vassóleikunum. Sjá má myndir frá leikunum á FB síðu skólans.

Posted in Fréttir.