
Kór Vatnsendaskóla
Kór Vatnsendaskóla hélt skemmtilega jólatónleika í morgun í hátíðarsal skólans fyrir foreldra og aðstandendur. Kórinn samanstendur af söngelskum nemendum í 2.- 5. árgangi. Nemendur stóðu sig frábærlega og komu öllum í gott jólaskap!