Öskudagur

Öskudagur er sá dagur ársins sem margir bíða eftir með eftirvæntingu. Þá fær sköpunarkrafturinn að njóta sín og nemendur mæta í nýjum hlutverkum í skólann sem ofurhetjur, prinsessur, persónur úr teikni- og bíómyndum, íþróttafólk, gellur og gæjar og hvað eina sem þeim finnst heillandi. Skólastarfið var með öðru sniði en vanaleg en kennararnir höfðu skipulagt skemmtilega dagskrá fyrir nemendur. Öskudagurinn gekk vel og voru það búningar og fjör sem einkenndu hann.

Posted in Fréttir.