Skólaslit

Skólaslit í 1.-9. bekk eru án foreldra í ár vegna COVID 19.

Við biðjum foreldra og forráðamenn að virða það.

Við hvetjum nemendur til að koma hjólandi eða gangandi þennan dag sem og aðra daga.

 

Þriðjudagurinn 9. júní 2020

1.-4. árgangur kl: 9:00 -10:00

5.-7. árgangur kl: 10:00-:11:00

8.-9. árgangur kl: 11:00-12:00

 

Útskriftarhátíð 10. bekkjar 8. júní kl. 16:30

Mánudaginn 8. júní næstkomandi mun Vatnsendaskóli útskrifa 10. bekkinga kl. 16:30 í skólanum og gerum við ráð fyrir að útskriftarhátíðinni ljúki kl. 18:00. Nemendur mæta ásamt foreldrum/forráðamönnum og kennurum á sal og hlýða á ræður og skemmtiatriði. Eftir útskriftina munum við njóta veitinga í boði skólans.

(Vegna COVID19 getum við aðeins boðið foreldrum að koma)

Dagskráin verður með eftirfarandi hætti:

  • Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri setur hátíðina.
  • María Jónsdóttir skólastjóri kynnir dagskrá.
  • Umsjónarkennarar kveðja nemendur.
  • Fulltrúar nemenda flytja minni nemenda.
  • Útskrift.
  • Afhending viðurkenninga.
  • Hátíðargestum stendur til boða að halda ræður – þeir sem hafa áhuga á því er bent á að hafa samband við Ingunni deildarstjóra.
  • Kaffi og með því í boði skólans.

Við óskum foreldrum og nemendum hjartanlega til hamingju með áfangann.

Starfsfólk Vatnsendaskóla

Posted in Fréttir.