Vinaliðar Vatnsendaskóla

Nú höfum við í Vatnsendaskóla haft starfandi Vinaliða í tvö skólaár. Það hefur gengið vel í alla staði og mun Vatnsendaskóli halda áfram með verkefnið á næsta skólaári þar sem skólinn gerði samning til þriggja ára við Vinaliðaverkefnið.

Nýir Vinaliðar eru kosnir tvisvar á vetri og hvert barn mætir síðan tvisvar í viku til að sjá um leikjastöð í útivist. Vorönnin var stutt vegna þess óvænta ástands sem geisaði í heiminum. En Vinliðarnir mættu bara tvíefldir til starfa í maí.

Boðið er upp á leikjanámskeið bæði á haust- og vorönn, þar sem Vinaliðar læra marga nýja leiki til að nota starfi sínu. Til að launa nemendum sérstaklega fyrir framlag sitt í útivist fá þau þakkardag í lok annar. Að þessu sinni var farið í Klifurhúsið með hópinn og í því loknu á Skalla í pizzu.

Allir Vinaliðar vetrarins eiga þakkir skildar fyrir störf sín í vetur. Fyrir utan það að vera starfandi Vinaliðar í útivist þá hafa þessi börn verið jákvæðar fyrirmyndir í skólanum og lagt sitt að mörkum til að efla góðan skólabrag í Vatnsendaskóla. Viðurkenningarskjöl fyrir starfið í vetur voru afhent á skólaslitum.

Myndir frá afhendingu viðurkenningaskjala Vinaliða má sjá á FB síðu skólans.

 

Posted in Fréttir.