Skólabyrjun

Skólastarf hefst að nýju í Vatnsendaskóla þriðjudaginn 25. ágúst.

Ljóst er að Covid-19 er komið til að vera og því verður skólastarf í vetur að taka mið af því.

Við munum ávallt vinna í samræmi við og fylgja fyrirmælum almannavarna og sóttvarnalæknis auk þess sem við vinnum með Menntasviði Kópavogs líkt og síðasta vetur.

Ýmsar ráðstafanir eru gerðar innan skólans m.a. til að tryggja 2 metra reglu meðal starfsfólks, en einstaklingar fæddir 2005 og síðar eru undanþegnir fjarlægðar- og fjöldatakmörkunum.

Ef aðstæður breytast munum við bregðast við og takast á við þær eins vel og við getum og upplýsum þá foreldra um breytingar á kennslu og/eða skólastarfi ef til þess kemur.

Þriðjudagur 25. ágúst

Skólasetning:

Skólaboðunarviðtöl hjá umsjónarkennurum 1. bekkjar.

Skólasetning 2. – 4. bekkur kl. 9:00

Skólasetning 5.- 7. bekkur Kl.10.00

Skólasetning 8. – 10. bekkur kl. 11:00

Skólasetning fer fram í sal skólans. Skólastjóri verður með stutta kynningu og svo fara nemendur með umsjónarkennurum sínum á kennslusvæði árganga. Foreldrar mæta EKKI á skólasetningu

Posted in Fréttir.