Réttindaráð heimsótti bæjarstjórann

Nokkrar stúlkur úr réttindaráði Vatnsendaskóla pöntuðu tíma hjá bæjarstjóra Kópavogs, Ásdísi Kristjánsdóttur. Þær fóru og heimsóttu bæjarstjórann og ræddu um öryggi barna á skólalóðinni og í kringum skólann. Áhyggjur þeirra fólust í lýsingu skólalóðar, þar sem þeim finnst lýsingin ekki vera nægilega mikil. Fundurinn gekk mjög vel og skráði bæjarstjórinn niður áhyggjuefni þeirra.

Posted in Fréttir.