Litla upplestrarkeppnin

Í dag var Litla upplestrarkeppnin haldin hjá 4. Blástjörnu. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur að vori. Þátttakendur eru nemendur í 4. bekk um land allt. Litla upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði árið 2010 og var hún nú haldin í fjórtánda sinn. Markmið upplestrarkeppninnar byggir á markmiðum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er árlega í 7. bekk og er meginmarkmið að nemendur nái betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Nemendur 4. Blástjörnu stóðu sig afskaplega vel og eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu.

Posted in Fréttir.