Stóra upplestrarkeppnin er árleg keppni fyrir nemendur í 7. árgangi sem miðar að því að efla færni þeirra í upplestri og framsögn. Keppnin hefst formlega á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, og lýkur með lokahátíð í Salnum, þar sem allir skólar í Kópavogi taka þátt.
Undankeppni Vatnsendaskóla var haldin í dag, 15 hugrakkir og duglegir nemendur tóku þátt. Nemendur stóðu sig einstaklega vel og átti dómnefnd erfitt val fyrir höndum.
Þrír nemendur hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi upplestur og framsögn og munu keppa fyrir hönd skólans í lokakeppni Kópavogsbæjar.
Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni árið 2025 í Vatnsendaskóla eru: Emma Guðrún, Rakel Fjóla og Viktoría Von. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim á lokahátíðinni þann 26. mars.