Dagskrá í desember
Hér má sjá desemberdagskrá allra árganga Vatnsendaskóla. Athugið að dagskrá gæti mögulega breyst.
Hér má sjá desemberdagskrá allra árganga Vatnsendaskóla. Athugið að dagskrá gæti mögulega breyst.
Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur 1. desember ár hvert og er íslenskri tónlist gert hátt undir höfði. Í tilefni af deginum komu grunnskólanemendur saman um allt land og sungu sama lagið, á sama tíma, og tók Vatnsendaskóli að sjálfsögðu þátt. […]
Þann 24. nóvember 2022 fékk Vatnsendaskóli fyrst viðurkenningu fyrir að vera Réttindaskóli Unicef. Á þriggja ára fresti fara skólar í gegnum endurmat og fögnuðum við því í dag við hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans að fá áframhaldandiu viðurkenningu sem Réttindaskóli Unicef. […]
8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Markmið dagsins er að hvetja til umræðu, fræðslu og viðburða sem miða að því að vinna gegn einelti, efla jákvæð samskipti og vekja athygli á mikilvægi virðingar og vináttu. Í tilefni dagsins gengu […]
Vinaganga Vatnsendaskóla og Sólhvarfa fer fram föstudaginn 7. nóvember kl 10:15 í tilefni af baráttudegi gegn einelti. Við göngum saman með það að markmiði að stuðla að jákvæðum samskiptum og vekja athygli á mikilvægi virðingar og vináttu.
Hefð hefur skapast fyrir því í Vatnsendaskóla að halda vetrarhátíð daginn fyrir vetrarleyfi að hausti. Að þessu sinni var þemað hreyfing og leikir og áttu nemendur rólegan og ljúfan dag með samnemendum sínum og kennurum. Farið var í hreyfileiki, spil og […]