Frisbígolf valáfangi
Í frisbígolf valáfanga á unglingastigi fengu nemendur góðan gest í heimsókn, Blæ Örn Ásgeirsson, margfaldan Íslandsmeistara í frisbígolfi. Hann kenndi tækni í bakhönd og pútti. Það er virkilega gaman að fylgjast með framförum í hverjum tíma hjá þessum flotta hópi.