Fréttir

Vinaganga á baráttudegi gegn einelti

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Markmið dagsins er að hvetja til umræðu, fræðslu og viðburða sem miða að því að vinna gegn einelti, efla jákvæð samskipti og vekja athygli á mikilvægi virðingar og vináttu. Í tilefni dagsins gengu […]

Lesa meira

Vinaganga 7. nóvember

Vinaganga Vatnsendaskóla og Sólhvarfa fer fram föstudaginn 7. nóvember kl 10:15 í tilefni af baráttudegi gegn einelti. Við göngum saman með það að markmiði að stuðla að jákvæðum samskiptum og vekja athygli á mikilvægi virðingar og vináttu.

Lesa meira

Vetrarhátíð

Hefð hefur skapast fyrir því í Vatnsendaskóla að halda vetrarhátíð daginn fyrir vetrarleyfi að hausti. Að þessu sinni var þemað hreyfing og leikir og áttu nemendur rólegan og ljúfan dag með samnemendum sínum og kennurum. Farið var í hreyfileiki, spil og […]

Lesa meira

Vettvangsferð á Hraðastaði hjá 3. árgangi

Nýverið fór 3.árgangur í ferð á Hraðastaði í Mosfellsdal. Árgangurinn fór með rútu á áfangastað með sínum tveimur umsjónarkennurum ásamt tveimur stuðningsfulltrúum. Nína, sem býr á sveitabænum, tók á móti hópnum og sagði frá starfseminni og öllum dýrunum á Hraðastöðum. Þar […]

Lesa meira

Frisbígolf valáfangi

Í frisbígolf valáfanga á unglingastigi fengu nemendur góðan gest í heimsókn, Blæ Örn Ásgeirsson, margfaldan Íslandsmeistara í frisbígolfi. Hann kenndi tækni í bakhönd og pútti. Það er virkilega gaman að fylgjast með framförum í hverjum tíma hjá þessum flotta hópi.

Lesa meira

Góðgerðarhlaup Vatnsendaskóla

Nemendur í Vatnsendaskóla tóku þátt í árlegu Ólympíuhlaupi ÍSÍ  í dag.  Eins og í fyrra, þá skilgreinum við hlaupið sem ,, Góðgerðarhlaup Vatnsendaskóla“. Að þessu sinni var það val nemenda að styrkja Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Hlaupið gekk mjög vel og var […]

Lesa meira