Fréttir
First LEGO League keppnin
Í haust var boðið upp á LEGO val í unglingadeild. Þeir nemendur sem skráðu sig í valið hafa verið önnum kafnir við að undirbúa þátttöku sína í First LEGO League keppninni sem fram fer í Háskólabíói laugardaginn 16. nóvember og munu […]
Vinaganga og vinavika
Í dag 8. nóvember var gengið gegn einelti með leikskólanum Sólhvörfum. Nemendur hafa unnið margskonar verkefni sem tengjast vináttu, jákvæðum leiðtogum og baráttu gegn einelti síðast liðna viku. Áfram munu kennarar og nemendur vinna markvisst að jákvæðum skólabrag með einkunnarorð skólans […]
Bebras áskorunin
Bebras áskorunin var í þessari viku. Líkt og undanfarin ár tók Vatnsendaskóli þátt, að þessu sinni voru það nemendur á unglingastigi og nemendur í 5. og 6. árgangi. Áskorunin er alþjóðleg og er keyrð árlega í flestum löndum í byrjun nóvember. […]
Vetrarfrí
Vetrarfrí verður í Vatnsendaskóla og Frístundinni fimmtudaginn 24. og föstudaginn 25. október.
Vetrarhátíð Vatnsendaskóla
Skóladagurinn í dag var með öðru sniði en vanalega. Við héldum upp á bleika daginn auk þess að vera með vetrarhátíð. Vinabekkir frá 1. – 8.árgangs komu saman og unnu að verkefnum sem tengdust október og nóvember. Verkefni tengd norðurljósum og […]
Miðvikudagurinn 23. október
Miðvikudaginn 23. október er skertur dagur hjá okkur, skóladagurinn hefst kl: 8:30 og lýkur kl: 12:00. Frístundin verður opin fyrir þau börn sem þar eru skráð. Þennan dag ætlum við líka að hafa bleikan, hvetjum alla til að mæta í bleiku […]