Fréttir

Foreldrafræðsla
Minnum á foreldrafræðsluna í kvöld kl: 20:00. Fræðalan fer fram í hátíðarsal skólans. Algóritminn sem elur mig upp! Búum börnunum betra umhverfi á netinu. Hvetjum foreldra og forráðamenna til að mæta.

Jólakveðja
Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Vatnsendaskóli er kominn í jólafrí frá 20. desember til 2. janúar. Skóli hefst samkvæmt stundatöflu föstudaginn 3. janúar. Jólakveðja, starfsfólk Vatnsendaskóla

Jólaskemmtun 19. og 20. desember
Jólaball elsta stigs í Vatnsendaskóla 19. desember 20248.-10. árgangar mæta kl: 19 á stofujól í heimastofu.Jólaball Dimmu og Vatnsendaskóla hefst kl: 20. Jólaskemmtun í Vatnsendaskóla 20. desember 2024 1.og 3. árgangur kl: 8:30-10:00. 2. og 4. árgangur kl: 9:00 – 10:30. […]

Jólaleikrit Vatnsendaskóla
Hefð er fyrir því að nemendur í 6. árgangi setji upp jólaleikrit skólans. Í ár var leikritið Jólasveinarnir eftir Sigrúnu Björk Cortes sett upp. Leikritið byggir á kvæðum Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana Það fjallar um ömmu og afa segja barnabörnum […]

Alþjóðlega forritunarvikan
Einn af föstu liðunum okkar í desember er að taka þátt í forritunarvikunni „Hour of Code“ (klukkustund kóðunar). Klukkustund kóðunar er árlegt alþjóðlegt átak í forritun sem gengur út á það að fá sem flesta til þess að skoða og kynna […]

Nemendur í 2. árgangi sækja jólatré
Í Vatnsendaskóla er hefð fyrir því að nemendur í 2. árgangi velji jólatré fyrir skólann. Nemendur mættu við rætur Úlfarsfells þar sem Bjarki frá Skóræktarfélagi Mosfellsbæjar tók á móti nemendum. Farið var í göngutúr um svæðið og fengu nemendur áhugaverðan fróðleik […]