Leikskólinn Sólhvörf og Vatnsendaskóli fóru saman í vináttugöngu á baráttudegi gegn einelti. Það viðraði ekki vel en við létum það ekki stoppa okkur í að ganga saman. Dagskrá íþróttakennara var færð í íþróttasal skólans þar sem hópurinn dansaði saman við nokkur vel valin lög.
Vikan hjá okkur hefur verið helguð vináttunni og hafa vinabekkir og árgangar unnið saman verkefni tengd vináttunni. Vináttan byggir á umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki. Við þurfum að viðurkenna margbreytileika hópsins og koma fram við hvert annað sem jafningja. Bera virðingu hvert fyrir öðru og hafa hugrekki til þess að segja frá ef við sjáum aðra beitta órétti. Þannig líður okkur vel og við verðum sterk saman.