Berent Karli Hafsteinssyni eða Benna Kalla eins og hann er kallaður kom og heimsótti nemendur í 10.bekk. Benni Kalli fræddi nemendur um margar þær hættur sem fylgir því að vera úti í umferðinni og mikilvægi þess að vera ábyrgur og með athyglina í lagi. Nemendur hlustuðu vel á það sem Benni Kalli hafði að segja um bifhjólaslys, sem hann lent í rúmlega tvítugur sem að olli því að hann missti annan fótinn við hné. Hann sýndi myndir frá slysinu, björgun hans, spítaladvöl og myndir af lífinu fyrir og eftir slysið. Það var mjög áhugavert að hlusta á Benna Kalla og náði hann vel til nemenda með húmornum sínum þrátt fyrir greinileg eftirköst slyssins. Benni Kalli fór vel í það hvernig bregðast eigi við þegar komið er að slysstað og lagði áherslu á að færa ekki viðkomandi úr stað vegna hættu á háls- og eða hryggjarbroti sem geta valdið lömun. Hann fór líka yfir ábyrgð þeirra sem sitja við stýrið, gáleysislegan akstur á kraftmiklum ökutækjum og hvað lífið getur breyst á örskotsstundu þegar slys á sér stað. Margir nemendur eru í dag á vespum eða léttum bifhjólum og ræddi Benni Kalli um þá ábyrgð sem fylgir því að aka á slíkum tækjum. Hann ræddi einnig um mikilvægi þess að vera með hjálma og vera ekki að reiða aðra og hver skaðabótaskylda þeirra er. Hann talaði hætturnar sem notkun síma við akstur á léttum bifhjólum og vespum getur haft og ábyrgðina sem einstaklingurinn ber. Nemendur fengu að skoða gervifætur sem að Benni Kalli hefur notað í gegnum tíðina og að sjá stubbinn. Einnig fengu þau tækifæri til að spyrja út í slysið og lífið eftir það. Mjög áhugaverður fyrirlestur. Við þökkum Benna Kalla kærlega fyrir komuna.