Teymiskennsla í Vatnsendaskóla

Undanfarin ár hefur Vatnsendaskóli verið að innleiða kennsluhætti teymiskennslu. Yngsta stigið hefur verið að þróa teymiskennslu og er komið vel á veg í þeirri vinnu. Miðstigið bætist nú í hópinn. Upplýsingar um teymiskennslu og fyrirkomulag má finna í þessu skjali (PDF skjal)  og kemur einnig fram í starfsáætlun sem birtist á heimasíðu í lok mánaðar. Þórhildur Helga kennsluráðgjafi Kópavogsbæjar hefur verið ráðgefandi í innleiðingunni.

Á elsta stigi er breytt fyrirkomulag og ný nálgun lögð fram í tengslum við verkefnavinnu. Sprettur er hugtak sem nær yfir samþættingu fjögurra námsgreina, samfélagsfræði, náttúrufræði, upplýsingatækni og íslensku (síðastnefnda fagið þó einungis að hluta til ásamt ensku sem kemur inn í eina lotu). Sprettur byggir á því að auka vitund nemenda á eigin námi og gera þá enn meðvitaðri um þróun þess. Með breyttum áherslum er leitast við að gera markmið námsins skýrari og að nemendur séu meðvitaðri um hvað sé framundan og hvers sé ætlast til af þeim í fyrirliggjandi vinnu. Nemendur taka létta „spretti“ þar sem áhersla er á einstaklings- og hópamiðaða vinnu. Það fyrirkomulag býður upp á aukin tækifæri fyrir nemendur á að nýta eigin styrkleika, sér og öðrum til framdráttar.

Posted in Fréttir.