Ólympíuhlaupið

Föstudaginn 6. september tóku nemendur Vatnsendaskóla þátt í Ólympíuhlaupi Íþróttasambands Íslands. 525 nemendur í 1. til 10. bekk tóku þátt í hlaupinu. Hver hringur var 2,5 km að lengd og máttu nemendur hlaupa eins marga hringi og þeir vildu. Það var mikil stemming og gleði í skólanum þennan dag og stóðu nemendur sig með stakri prýði. Alls hlupu nemendur 2822,5 km sem samsvarar næstum tveim hringjum í kringum landið okkar. Næsta haust stefnum við á að gera enn betur og bæta í þennan kílómetrafjölda.

Posted in Fréttir.