Jólasveinaleikarnir

Hinir árlegu Jólasveinaleikar Vatnsendaskóla fóru fram í morgun. Leikarnir eru fjölgreindarleikar þar sem allir nemendur skólans vinna saman í árgangablönduðum jólasveinaliðum. Lagðar eru hinar ýmsu þrautir fyrir liðin sem nemendur leysa saman. Gefin eru stig fyrir hverja leysta þraut og þrjú efstu jólasveinaliðin standa uppi sem sigurvegarar. Starfsfólk skólans var sammála um að leikarnir hefðu tekist vel og ánægjulegt hafi verið að sjá fallega samvinnu nemenda.

Posted in Fréttir.