Forritunarvikan Hour of Code

Alþjóðlega Hour of Code,  forritunarvikan verður dagana 4. – 8. desember.  Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Átakið hefur náð til yfir 140 milljón þátttakenda í yfir 180 löndum. Búið er að skrá Vatnsendaskóla til þátttöku og munu allir nemendur skólans taka þátt. Yngstu nemendurnir fá aðstoð frá þeim eldri og undanfarin ár hefur verið ánægjulegt að sjá þá fallegu samvinnu sem skapast. Við hvetjum foreldra til að skoða kennsluefnið  með börnum sínum á vefslóðinni www.code.org . Efnið er skemmtilegt, áhugavert og á íslensku sem gerir efnið aðgengilegra.

Posted in Fréttir.