Skákmeistarar Vatnsendaskóla

Á vorönn tefldu áhugasamir nemendur hvers árgangs skólans um hverjir yrðu árgangameistarar í skák. Þeir sem urðu efstir á þeim mótum tefldu síðan um skákmeistara hvers stigs. Skákstarfi skólaársins lauk síðan með því að þeir sem urðu efstir á skákmótum hvers stigs tefldu um titilinn skákmeistari Vatnsendaskóla 2018-2019. Þrír efstu á ofangreindum skákmótum fengu verðlaunapeninga eða bikar til eignar og skákmeistari skólans fær nafnið sitt skráð á farandbikar skólans.

Skólaárið 2018-2019 er Tómas Möller í 5. bekk skákmeistari Vatnsendaskóla, í 2. sæti er Arnar Logi í 4. bekk og í 3. sæti er Andrés Már í 8. bekk.

Posted in Fréttir.