Tilnefning til foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Vatnsendaskóli hlaut tilnefningu til foreldraverðlauna Heimilis og skóla fyrir verkefnin sín með KVAN og Vinaliðum. Í þessum verkefnum er verið að stuðla að vellíðan nemenda og fyrirbyggja einelti í skólanum. Einnig er lögð áhersla á jákvæða leiðtoga og fengu nemendur og starfsmenn fræðslu frá starfsmönnum KVAN og læra meðal annars að þekkja og aðstoða börn sem eru ósýnileg eða hundsuð. Í Vinaliðaverkefninu er hópur nemenda kosinn tvisvar yfir veturinn til að stýra leikjum í frímínútum. Þessi verkefni hafa gefist einstaklega vel í vetur og erum við afskaplega stolt af þessari tilnefningu.

Posted in Fréttir.