Stelpur og tækni

Alþjóðlegi dagurinn „Stelpur og tækni“ var haldinn 23.maí. Háskólinn í Reykjavík stóð fyrir viðburðinum á Íslandi og það voru um 900 stelpur sem tóku þátt í deginum. Dagurinn var tvískiptur þar sem stelpurnar okkar fóru í tvær vinnusmiðjur fyrir hádegi í HR og svo í fyrirtækjaheimsókn eftir hádegi. Í hádeginu var Salka Sól með hvatningaræðu til stelpnanna. Hugbúnaðarfyrirtækið Ls Retail tók á móti okkur þar sem stelpurnar fengu kynningu á starfseminni ásamt því að leysa skemmtilegar þrautir. Það var virkilega vel að þessum degi staðið og stelpurnar okkar voru áhugasamar og skólanum til sóma.

Posted in Fréttir.