Vinaliðar

Vinaliðaverkefnið heldur áfram og gaman að sjá hversu vel það gengur. Mikil ánægja er með verkefnið hjá nemendum, starfsmönnum og foreldrum. Núna eru flest börn í leik í útivist, ýmist á stöðvum Vinaliða eða á öðrum leiksvæðum á skólalóðinni. Vinaliðarnir standa sig mjög vel í sínu hlutverki. Þeir leggja sig fram við laða til sín hópa til að prófa nýja leiki. Sumir leikir verða vinsælli en aðrir og stundum svo vinsælir að börnin halda áfram að leika í þeim eftir skóla. Við höfum að mestu verið heppin með veðrið þetta haustið og oftast verið hægt að hafa allar stöðvar opnar.

Posted in Fréttir.