Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Þriðjudaginn 25. febrúar tóku þrettán nemendur í 7. árgangi skólans þátt í undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Vatnsendaskóla. Þá voru tveir fulltrúar valdir til þátttöku í Stóru upplestrarkeppnina í Kópavogi sem fram fer í Salnum miðvikudaginn 18. mars kl. 16:30. Þar munu tveir fulltrúar frá hverjum grunnskóla Kópavogs mæta. Fulltrúar Vatnsendaskóla að þessu sinni verða Elísa Hjaltested og Hrafnhildur Hekla Hólmsteinsdóttir en varamaður verður Davíð Steinn Einarsson.

Við erum afar stolt af nemendum okkar sem hafa æft sig fyrir keppnina frá hausti. Allir nemendur árgangsins stóðu sig með miklum sóma, voru duglegir að æfa sig og lögðu sig fram við að ná góðum árangri í upplestri. Það sýndu þeir og sönnuðu þegar keppt var innan árgangsins en í þeirri keppni voru allir nemendur þátttakendur.

Posted in Fréttir.