Vikan 30. mars – 3. apríl

Enn ein vikan er nú liðin í þessu sérstaka ástandi. Vikan hefur gengið vel hjá okkur og erum við afar stolt af kennurum, nemendum og foreldrum. Við höldum bjartsýn áfram en eins og gefur að skilja eru örlitlar breytingar á milli vikna. Við ítrekum mikilvægi þess að fylgjast mjög vel með tölvupóstum og bendum ykkur á að hafa samband við umsjónarkennara ef eitthvað er óljóst.

Nemendur í 6. – 10. bekk koma í skólann annan til þriðja hvern dag. Þess á milli eru þeir í fjarnámi  og gengur það mjög vel. Samkvæmt könnun sem gerð var meðal nemenda á elsta stigi eru þau nokkuð ánægð með fyrirkomulagið og eiga auðvelt með að fá aðstoð kennara í gegnum fjarskiptabúnað. Við viljum samt sem áður minna foreldra á að fylgjast vel með námsframvindu barna sinna og spyrja um verkefni dagsins ásamt því aðstoða börn sín eins og kostur er að skipuleggja námstíma eða vinnulotur.

Posted in Fréttir.